Kjúklingabringur með sólþurkuðum tómötum og pestó. Mjög gott!!

Kjúklingur með sólþurrkuðum tómötum og pestó

  • Kjúklingabringur
  • Rautt pestó
  • Sólþurrkaðir tómatar
  • Rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum
  • Svartar ólífur, steinalausar

 

Hamrið aðeins niður bringurnar eða kljúfið á þær vasa, saltið smá og piprið. Setið ca eina msk pestó, eina msk rjómaost og einn sólþurrkaðann tómat og eina ólífu á hverja bringu. Hálfpartinn rúllið  upp á hverja fyrir sig og festið  með tannstöngli þannig að fyllingin haldist (þarf ekki að gera ef þið klufuð bringuna).  Raðið þeim í eldfast mót og bætið nokkrum skeiðum af rjómaostinum og pestóinu hér og þar í fatið til að fá aðeins meira auka djús með.

Borið fram með ofnbökuðu grænmeti og hvítlauksbrauði, nú eða hrísgrjónum eða kartöflum.....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband