Heilsubitakökur

Mjög góðar, frekar einfalt að búa þær til.

 

Heilsubitakökur

  • 240 g smjör
  • 200 g púðursykur eða hrásykur (það má setja aðeins minna)
  • 2 stór egg
  • 140 g hnetusmjör
  • 3/4 dl mjólk
  • 100 g haframjöl
  • 50 g hveitiklíð
  • 1 poki salthnetublanda og rúsínur
  • 1 poki af fræjum, sem kallast salatblanda minnir mig
  • 200 g rúsínur
  • 1/4 tsk engifer
  • 1/2 - 1 msk kanill
  • 3/4 tsk salt
  • 1 tsk lyftiduft
  • 150 g heilhveiti eða gróft spelti

 

NB, hvað fræ og hnetur varðar þá má setja hvað sem er, miðast sirka við 420 gr af hnetum og/eða fræjum.

Hitið ofn í 180°

Hrærið saman smjöri og sykur, bæta eggjum við.  Hræra vel.  Svo kemur hnetusmjör og mjólk.  Að lokum þurrefni, ávextir, hnetur, fræ...

Mótið fremur stórar kökur með tveim matskeiðum á smjörpappír á ofnplötu.  Hafið þær frekar jafnstórar svo þær bakist jafnt.

Bakið í 15-20 mín.

Þessar má frysta.

www.soffia.net

www.soffia.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband