Tapas bar í strætó

Ég fékk þessa frábæru hugmynd. Afhverju ekki að hafa tapas bar aftast í strætó?  Bara svona kósí borð sem fólk getur staðið við og tjattað og fengið sér smá bjór eða hvítvín og tapas, t.d baguette með krabbasalati eða ólífur og ítalska pulsu með grænpipar.  Og svo fyrir hina sem eru bara að fara 2-3 stöðvar og á hraðferð þeir geta fengið sér expresso með galiano eða tópas skot.

Sjáiði ekki fyrir ykkur stemmarann í vagninum? Þetta myndi örugglega auka kúnnahópinn.

Afhverju fékk ég þessa awesome hugmynd. Nema hvað, ég gerði nokkuð sem ég hef ekki gert í 10 ár! Ég tók strætó!  Eina sem ég gæti hafa gert vitlaust er þegar hvítur miði prentaðist út úr einhverri dollu.  Á maður þá semsagt að taka þennan miða?  Jæja, ég gerði það ekki, heldur bara horfði vandræðaleg á miðann og bílstjórann til skiptis, og engin sagði neitt þannig að ég gekk bara inn í vagninn...án miðans. (Í gamla daga þá spurði gaurinn alltaf... "Skiptimiða?" Var þetta semsagt skiptimiðinn?)

Það voru ekki margir í strætó, kannski 3-4 og engin sagði neitt og engin í stuði. Held að sagan hefði verið önnur ef við hefðum staðið við tapas barinn í góðu tjilli.

Nema hvað, ég held ég eigi eftir að nýta mér þennan samgöngumöguleika aftur. Þetta var áreynslulaust.

Þetta gæti verið einn rétturinn á tapas barnum í strætó. Ekki að ég sjái samt fyrir mér útigrillið í strætó.  Þetta má líka grilla fyrirfram og bera fram kalt, og virkar eflaust líka vel að grilla þetta á grillpönnu.

Grillað Hot Capicola salami

Skerið í þunnar sneiðar og grillið á báðum hliðum. Nokkrar mínútur á hvorri hlið.

Það er mjög gott að setja hinar og þessar salami eða pulsur í þunnum sneiðum á útigrillið.

www.soffia.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband