Gulrótar og appelsínu súpa

Þessi súpa er ótrúlega góð...og holl.  Mjög einfalt, og súpergott.  Flott sem forréttur.

  • Ca 6 gulrætur
  • 1-2 tsk ferskt rifið engifer
  • 1 shalott laukur
  • Ólífuolía
  • 1 bolli appelsínusafi
  • Ca hálfur líter vatn
  • Grænmetiskraftur.
  • Salt og pipar

 

Bitið niður gulrætur og sjóðið í vatni með grænmetiskraftinum.  Í öðrum potti, svitið shalottlauk og engifer.  Þegar gulrætur eru soðnar bætið þeim þá við ásamt 1-2 bollum af soðinu, og einum bolla af appelsínusafanum ásamt shallot og engiferinu.  Setjið allt í blender eða matvinnsluvél, þar til allt er orðið vel maukað.  Bætið við soði í blenderinn eftir því hversu blauta þið viljið hafa súpuna.  Saltið og piprið (og kryddið með einhverjum öðrum kryddum ef þið viljið) eftir smekk. Setjið súpuna í pottin og hitið aðeins ef þess þarf.

Sx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband