Stórinnkaup, enn samt ALLTAF í búðinni. - Uppskrift af ofnbökuðu pönnukökudegi

Til hvers að gera stórinnkaup, ég er ekki fyrr komin úr búð en ég uppgötva að mig vantar eitthvað og þarf hvort eð er að fara aftur daginn eftir í búð :)

Ég nennti ekki stórmörkuðum lengur, ég fór þangað til að ná í mjólk, smjör og ost...sem sagt, mjólkurvörur og bleyjur.  Annað verslaði ég hjá Frú Laugu og einstaka sinnum fór ég í Lifandi markaður.

Svo prófaði ég í einn mánuð að versla bara í Frú Laugu, og þann mánuð var því bara borðað það sem þar fékkst og það var sko alveg hellingur af frábærum mat. Og þannig er það í dag, nema öðru hvoru fer ég í  Lifandi markað og svo skýst ég stundum í Melabúðina eftir mjólk, en það er líka ágætt fyrir heimavinnandi húsmóður að rölta með barnavagninn í búð öðru hvoru til að fá tækifæri og "tala" við fullorðið fólk..

Það sem meira er, þetta er ekkert dýrara en að versla í stórmarkaði.

Ég versla gæðamat, einfalt og fáar vörur.  Ég versla ekki pakkamat, tilbúnar vörur og aðrar unnar vörur hvort eð er og næstum allt sem ég kaupi er ferskt og geymist ekki það lengi.  

Svo gæti ég farið út í aðra langa færslu um þá sem segjast ekki hafa efni á að kaupa hreinan og góðan mat.  Ég held að það sé vel hægt að versla mjög hreinan og góðan mat frekar en tilbúðið pakkadrasl. Málið er bara að maður verður að nenna að elda.  Ætla ekki að fara nánar út í þessa umræðu hér.  (Fyrir utan það að það skuli ekki vera hægt að fá FISKINN OKKAR ódýran, það ættu að vera mannréttindi á íslandi að allir geti keypt sér ódýran fisk 3-4 sinnum í viku, ég fæ útflutta íslenska fiskinn ódýrari hjá fisksala á Spáni.

lorgrono06 

Svo fór ég að velta fyrir mér afhverju ég væri með svona mikið af dósum, ekki er ég með neðanjarðarbyrgi og það er ekki eins og það sé óraleið í næstu búð og eins og ég sagði áður, maður er hvort eð er ekki fyrr komin úr búð en að manni vantar eitthvað, þannig að ég það er engin tilgangur fyrir að safna mat í skápa.  Ekki hér í borginni að minnsta kosti.  Og ég tala nú ekki um BPA sem er í dósum þannig að ég versla í gleri núna og eina sem ég kaupi er tómat passata....BESTA PIZZASÓSAN.

Búrið í sveitinni er líka einfalt, m.a:

  • Góð risotto grjón.  (Fást m.a í Frú Laugu)
  • Bankabygg, íslenskt
  • Byggmjöl, íslenskt
  • Byggflögur, íslenskt 
  • Cannellini baunir (og aðrar góðar baunir, í pokum)
  • Passata tómatsósa
  • Hveiti (steinmalað frá Frú Laugu)
  • Sykur
  • Gott pasta (sem ég fæ í Frú Laugu, mér finnst það meiriháttar gott)

Ég hef verið að sjá uppskriftir af "Puffy pancakes" á netinu og alltaf verið á leiðinni að prófa.  Ég lét loksins verða að því að prófa.

Þetta er meiriháttar einfalt og alveg frábært ef von er á fólki í brunch eða til að hafa í morgunmat í sumarbústaðnum.

pönnukökur 

 

Puffy pönnukökur
  • 2 egg
  • 1/2 bolli mjólk, kannski aðeins meira
  • 1/2 bolli hveiti
  • 1 tsk vanilla (má sleppa, ég gerði það)
  • 1 tsk salt
  • 4-5 msk smjör

 

  1. Hrærið í pönnukökudeig, tekur 3 mín.  
  2. Bræðið smjörið í eldfasta mótinu inn í ofni á 200°c.
  3. Takið út mótið með bráðna smjörinu (PASSIÐ YKKUR, ÞAÐ  ER HEITT).
  4. Setjið degið í eldfast mót og inn í ofn í 17 mín á 200°c. TILBÚIÐ!
pönnukökur
 
Það er hægt að bera þær fram með ýmsu, rækjusalati, reyktum lax og eggjasalati, sultum, ávöxtum, eggi og beikoni...
 
 
pönnukökur 
Ég var m.a með heimagerða rabarbarasultu með vanillu.   

 

 
 
 
 
 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband