Viðtal við mig á bleikt.is - Risotto með Merguez, lambapylsum

Ég var að setja í loftið nýja vefsíðu fyrir börn.  Þar er m.a hægt að nálgast stafrófsleikinn minn og stafrófsappið sem er frábært fyrir krakka 1-5 ára, jah, og bara alla sem eru að læra íslenska stafrófið.  Það er rosa fínt viðtal við mig og Helgu, samstarfskonu mína á bleikt.is.  Þar getið þið fengið að vita allt um verkefnið okkar, Lean Laundry.

soffia

En tölum nú líka aðeins um mat. 

 Ég keypti mjög fínar Merguez í Frú Laugu.  Ég bar það fram með risotto, það átti mjög vel saman.

pulsur 

Hér áður fyrr þá gat ég ekki gert risotto nema ég ætti hvítvín og allt sem í uppskriftinni stóð því það var talað um að það væri mikil kúnst að gera risotto, sem það er, af því að maður þarf að standa við í um 20 mínútur á meðan maður bætir vökvanum smám saman út í.

Það er yfirleitt talað um soð, en ég átti ekki heimagert soð og þar sem ég nota ekki teninga þá notaði ég bara vatn.  Risottoið fær alveg nóg bragð af öllu því ferska sem í það fer hvort eð er og svo eru lambapulsurnar kryddaðar líka, þannig að ekki vantar bragð í þennan rétt. 

Það eru fín grjón í Frú Laugu og svo sá ég líka í Melabúðinni Arborio grjón frá Rustichella d'abruzzo. Ef þið eigið ekki hvítvín þá má bara nota vatn með smá slettu af sítrónusafa. 

mergues 

 Risotto með Merguez, lambapylsum

  • 2 msk smjör
  • 2 msk extra virgin ólífuolía
  • 1/2 laukur
  • 2-3 rif hvítlaukur 
  • Góð lúka af kastaníusveppum
  • 1 bolli Arborio grjón
  • 1/3 bolli hvítvín
  • 2 bollar kjúklingasoð 
  • 1/2 bolli parmasen ostur
  • Ferskar kryddjurtir eftir smekk, t.d garðablóðberg eða rósmarín (ekki nauðsynlegt)
Brúnið sveppina á annari pönnu í smá stund upp úr góðri olíu og smá smjöri og bætið þeim svo við risottoið í lokin.
 
Svitið lauk og hvítlauk í potti, bætið út í grjónunum og brúnið í 2 mínútur.  Hellið þá hvítvíni (eða vatni) og látið gufa upp.  Þá hellið þið einni ausu í einu í pottinn af kjúklingasoði (eða vatni) og látið hverja ausu gufa upp áður en næsta er sett í.
 
Bætið við rifnum parmasenostinum og sneiddum brúnuðum sveppunum.
 
ALLTAF AÐ HRÆRA Í POTTINUM Á MEÐAN ÞIÐ ERUM AÐ BÆTA VIÐ SOÐINU, mjög mikilvægt og ekki líta af pottinum, þá getur allt brunnið við. 
 
Berið fram með Merguez, ég tók skinnið af og steikti á pönnu og bætti svo vatni út í og lét malla þar til hún var elduð.  Þá skar ég hana í bita og blandi við risottóið.
 
Hér er önnur góð risotto uppskrift 
 
strá
 
 Ekki svo gleyma að kíkja á bleikt.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband