Túnfiskur undir þaki - Fyrsta máltíðin sem ég eldaði fyrir kærastann

Þessi máltíð hefði bara betur mátt lifa í minningunni.  Þegar uppi  er staðið þá er þetta bara heitt túnfisksalat með bechamel sósu og smjördegi.  

Við erum að tala um að það eru næstum því 20 ár síðan ég dúkaði skrifborðið mitt inn í herberginu mínu og bauð upp á þennan rétt með flösku af Lambrusco.  

Þetta var fyrir tíma digital myndavéla og instragram þannig að ég því miður ekki mynd frá þessu stórkostlega kvöldverðarboði.  En það lifir þrátt fyrir það vel í minningunni, eins og það hafi gerst í gær...næstum því.

 tuna

Ég á litla ferðatösku fulla af úrklippum og litlum bæklingum með uppskriftum sem ég hef sankað að mér (Þessir sem maður fær ókeypis hér og þar í búðum frá t.d osta og smjörsölunni og fleira.)

Einn af þessum bæklingum, einmitt frá Osta og smjörsölunni inniheldur uppskrift sem ég fór eftir þegar ég bauð kærastanum í mat í fyrsta sinn, eins og ég sagði, það eru ansi mörg ár síðan og margt munnvatn runnið til sjávar síðan þá.

Ég fór að grafa ofan í töskuna í leit að þessari uppskrift því ég hef bara gert hana í þetta eina skipti og mundi ekki alveg hvernig hún var.  Lukkulega þá fann ég hana. Ég fór mjög nákvæmlega eftir uppskriftinni á sínum tíma og gerði slíkt hið sama núna.  Myndin sem fylgir uppskriftinni í bæklingnum er rosalega girnileg samt.  Þetta er alls ekki vont og ef þið kaupið vandaðan túnfisk í dós þá er þetta frekar hreint og basic hráefni, þó ekki megrunarfæði.

Uppskriftin er svohljóðandi.

tuna 

Túnfiskur undir þaki (Gott úr ofninum, NR 95.  Osta og smjörsalan sf.)

 

  • 1/2 laukur, sneiddur
  • 1/4 paprika, sneidd
  • 3 msk smjör
  • 6 msk hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 7 1/2 dl mjólk
  • 200 g túnfiskur úr dós
  • 3 harðsoðin egg, söxuð 
  • 2 msk sítrónusafi

 

þak

 

  • 225 g hveiti
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 3 msk smjör
  • 1 1/4 dl mjólk
  • 75-100 g 26% ostur, rifinn
  • 2 paprikur, saxaðar

Hitið ofn í 220°c.  Laukur og paprika látið krauma í smjöri þar til það verður mjúkt.  Þá er hveitinu hrært saman við.  Mjólk bætt út  og hræra þar til þetta sýður og þykknar. Saltið.  Bætið út í túnfiski., eggjum og sítrónusafa.  Setjið blönduna í smurt eldfast mót.

tuna 

Þak: Sigtið saman hveiti og lyftidufti.  Saltið og piprið.  Myljið smjörið saman við með fingrum.  Þá er mjólkinni bætt út í.  Hnoðað með hröðum handtökum þar til deigið verður samfellt og glansandi.  Þá fletjið þið það út í ferkantaða köku.

 tuna

 Stráið osti og papriku yfir.  

tuna

Rúllið upp eins og þið væruð að rúlla upp rúllutertu.  

tuna

Skerið rúlluna í sneiðar, ca 2 sm sneiðar.  

 tuna

Raðið rúllum yfir fyllinguna í eldfasta mótinu.  

tuna 

Bakið í um 30 mínútur.

tuna 

 

Þetta verður kannski á boðstólnum hjá einhverjum um helgina.  Ég er viss um að mörgum krökkum þætti þessi réttur góður.

Góða helgi.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið líst mér vel á þessa uppskrift, verður örugglega prófað hér :)

Svana Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 12:11

2 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Frábært, verði ykkur að góðu. Ég á örugglega eftir að gera svona fyrir krakka sem koma í mat.

Soffía Gísladóttir, 18.3.2013 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband