Granóla bar - sem ekki þarf að baka

Ég er ein af þeim sem hafa hringsólað um netið í leit að góðri og einfaldri uppskrift að Granóla bar.

Ég datt niður á ágætis uppskrift um daginn, hún var einföld og grunnurinn góður þannig að þá er hægt að leika sér með hana með því að nota mismunandi hnetur, granóla og þurrkaða ávexti.

Aðalatriðið hjá mér var að finna eitthvað sem helt þessu saman.  Þetta er svolítið sæt uppskrift og þess vegna mæli ég með því að þið passið ykkur á að nota granóla sem hefur ekki verið sættað með t.d hunangi.

granóla bar

Granóla bar

  • 4 msk smjör
  • 1/4 bolli púðursykur (ca 0,6 dl)
  • 1/4 bolli hunang
  • 2 bollar granóla
  • 1 bolli hnetur, fræ og þurrkaðir ávextir

(Það er líka hægt að setja 1/2 bolla af fræjum og 1 bolla af Rice Krispies ef ofurhollustan er ekki í fyrirrúmi, þannig var það i uppskriftinni sem ég fann.  Og margar uppskriftir innihalda súkkulaði bita)

Bræðið saman smjör og hunang, bætið við sykri og sjóðið í 2 mínútur.

Bætið granola og öllu öðru í pottinn.  Hrærið vel saman með sleif.

Setjið smjörpappír á fat.  Dreifið úr granóla blöndunni á fatið þannig að það sé um einn og hálfur cm á þykkt.

Kælið í smá stund eða þar til þetta helst vel saman.

Skerið í hæfilega bita eftir geðþótta ( ætli ég hafi ekki haft þá aðeins styttri en Snickers stykki) og pakkið þeim inn í smjörpappír eða plast og geymið í loftþéttum umbúðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband