Endalausar brauðtilraunir

Þetta brauð var gert miðað við það sem til var og að mig langaði að nota byggmjöl.  Þetta var ágætis brauð, fín hlutföll.  Þetta er eitt af þessum frekar þéttu brauðum þannig að það er best nýbakað og smakkaðist rosalega vel með heimagerðri lambakæfu eða fullt af smjöri.

Ég ákvað að nota 200 g hvítt hveiti en það er alveg hægt að skipta því út ýmislegt, t.d spelt eða haframjöl. 

brauð

Brauð

  • 200 g hvítt hveiti
  • 100 g íslenskt byggmjöl
  • 200 g íslenskt heilhveiti
  • 1.5 tsk lyftiduft
  • 1-2 tsk salt
  • Ca 500 ml Ab mjólk, ég þynnti út ca 400 ml ab mjólk með 100 ml af vatni
  • 2 tsk hunang
  • 100 g sólblómafræ og fimmkorna blanda

Hrærið saman þurrefnum, nema fræjum.  Blandið við þetta ab mjólk og hunangi og hrærið saman, en ekki of mikið, bara nóg þannig að allt hafi blandast vel saman.  Blandið svo við fræjum.

Bakið í formi sem hefur verið klætt með smjörpappír í 40 mín við 190°. Takið þá brauðið úr forminu og bakið í aðrar 10 - 15 mín til að skorpan verði ekki blaut inn í forminu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband