Jóladagatal Soffíu - 23 dagar til jóla

JÓLADAGATAL....23

Þegar maður horfir út um gluggann getur maður ekki annað en farið í jólaskap, nú byrja ég formlega jólaundirbúning.  Í dagatalinu í dag ætlum við að læra að búa til stjörnu.

jólastjarna

Munið þið eftir þessum fallegu stjörnum, þær voru mjög vinsælar þegar ég var lítil.  Það er frekar einfalt að fara eftir leiðbeiningunum til að búa þær til.  Það þarf ekki alltaf að eyða formúgu í jólaskraut eða efni í föndur. 

 Hér er linkur með mjög góðum skýringamyndum hvernig á að búa þær.

Í Tiger og sösterne Grenes fást mjög fallegir pappírar með allskonar munstri, svona origami-legir.  Það má klippa þá niður í strimla og gera stjörnur úr þeim.  Svo eru hvítar stjörnur alltaf klassískar og myndu sóma sér vel sem skraut á jólapakkann. Svo er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín þegar kemur að pappírsvalinu.

Farin út að renna mér á snjóþotu, njótið dagsins!

epla crumble

Epla crumble

  • Epli, 3-4 stk
  • 1/2 - 1 msk kanill (eftir smekk)
  • 1 msk sykur
  • 1/2 dl smjör
  • 1/2 dl púðursykur
  • 1/2 dl hveiti
  • 1/2 dl haframjöl

Skerið eplin í bita.  Raðið þeim í eldfast mót sem hefur verið smurt. Dreifið kanilsykri yfir.  Blandið saman smjöri, púðursykri, hveiti og haframjöl saman, gott að nota bara puttana þar til þetta er farið að haldast nokkuð vel saman.  Dreifið úr þessu yfir eplin, svona eins og þið væruð að dreifa osti yfir pizzu. 

Hlutföllin í "crumble" er 2 af hveiti á móti einum af smjöri og einum af sykri.  Ég notaði bæði hveiti og haframjöl 50/50, en það má vera bara hveiti.

Bakið í ofni við 200°c í hálftíma.

epli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband