Föstudagsfjör - Kúrbítspönnukökur

Nú er verið að plata mig, er í alvöru kominn föstudagur og vika síðan ég setti inn síðustu færslu, föstudagsgrín...
Nú jæja, ég hef gert fullt af færslum í höfðinu, en ekki gefist tími til að setjast niður og skrifa þær niður.

Tónlistin: Vinkona mín, Janie Price, gaf út skemmtilega plötu fyrir þó nokkru þar sem hún notar eingöngu selló og rödd.  Maður hefði þó haldið að á bak við hana væri heil hljómsveit.  Kíkið á þetta og segið mér, hefði ykkur dottið í hug að þetta væri spilað eingöngu með sellói?

Uppskrift af handahófi:  Pasta með hörpudisk og grillaðri papriku

Vín vikunnar: Ég var að smakka eitt af ódýrasta víninu í ríkinu, Solar de carrion og það smakkaðist rosalega vel, létt og ávaxtaríkt. Ég ætla að láta reyna á þetta vín aftur. 

Ég gerði mjög góðar pönnukökur um daginn.  Ég ætlaði að gera kúrbítsklatta en ákvað svo að gera einhverskonar pönnukökur og nota þær eins og crepes.
Þannig að ég fyllti þær með hrísgrjónum og grænmeti.

kúrbítur

 

Kúrbítsklattar

  • 1 kúrbítur, rifinn með grófari hliðinni á rifjárninu
  • 2 dl hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 1 egg
  • 1-2 dl mjólk
  • 2 msk matarolía


Rífið kúrbítinn, leggið hann í sigti og þerrið hann aðeins með viskastykki eða eldhúspappír. Saltið hann.  Hrærið saman mjólk, hveiti, egg og matarsóda. Bætið kúrbít við. Blandið vel saman.
Eldið á pönnu eins og þið gerið pönnukökur.  Ég nota teflonhúðaða pönnu.
Fyllið svo með einhverju góðu, eins og t.d hrísgrjónum, osti, papriku, vorlauk og sinnepssósu.
Sinnepssósa: Dijon sinnep, smá sætt sinnep og sýróp.  Öllu hrært vel saman.

Svo rúllaði ég upp kökunum, dreifði smá af osti, papriku og vorlauk ofan á og setti í ofninn í nokkrar mín.
Það er mjög gott að blanda einhverju grænmeti við pönnukökudeig. 

Mynd vikunnar:  Ég hef undanfarið skellt mér í göngutúra um hverfið á morgnana, það er alveg frábært.  Ég er ein af þeim sem fer aaaaldrei í göngutúra, og þá síst af öll eldsnemma á morgnana, þar til núna.  Fátt betra en að vakna snemma og fara út í hálftíma göngutúr hér í sveitinni áður en maður byrjar á verkefnum dagsins.

Í gær mætti ég risastórum krumma.

krummi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband