Grísasnitta

Ég bjó til kúbubrauðið aftur, það heppnaðist ágætlega.  Mig langar að minna ykkur á þetta dásamlega kombó sem einkennir samloku kennda við Kúbu.

 brauð

Ég skar eitt brauðið í sneiðar og bar fram með skinku, osti, sinnepssósu, grísalundinni og súrum gúrkum, en súrar gúrkur fara einstaklega vel með þessu kombói.

grísasnitta 

Ef þið eigið ekki grísalund þá er um að gera að prófa snittu með sinnepssósu, skinku, góðum osti og súrum gúrkum.  Og setja hana undir grillið í ofninum og bræða ostinn.  En grísalundin er þó galdur í þessari snittu.  Svo væri hægt að skella öðru snittubrauði ofan á og gera þannig úr þessu samloka og setja í panini grillið eða í samlokugrill.  Lykilatriðið er að bræða ostinn, nammi namm.

Ég marinera grísalundina einhvernvegin svona eins og ég hef áður sagt frá:

Grísalund með Mojo marineríngu

Grísalund ca 1/2 kg

Marinering:
10 - 20 hvítlauksrif
2 tsk salt
1 1/2 bolli appelsínusafi
Safi úr einni sítrónu og einu lime
1 bolli hakkaður laukur
1 msk oregano
1 1/2 bolli góð ólífuolía


Merjið hvítlauk með hvítlaukspressu og hakkið laukinn og setjið svo allt nema ólífuolíu í mixer. Hitið olíu á pönnu og setjið allt mixið í olíuna og látið malla.  Hrærið vel í.

Stingið fullt af götum með hníf eða gaffli í lundina og hellið svo marineríngunni yfir og látið marinerast í 2-3 tíma eða yfir nótt.  (mætti því gera marinerínguna þegar þið gerið "drulluna" og láta standa yfir nótt)

Eldið svo lundina í ofni í um hálftíma á 180°c

Og svo mæli ég með þessu á pizzu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband