Hindberjavinegrette, öllu skellt í blender og tilbúið á "no time" og micro greens DAGUR 5 og 6

Ég var stödd upp í sveit, fjarri öllum gourmet búðum og okkur vantaði smá hindberjavinegrette með gröfnu gæsinni.  Þannig að við tókum það sem til var og gerðum okkar eigin.

gæs með hindberjavinegrette

Við höfum áður gert svipað vinegrette og þá bjuggum við til uppskriftina upp úr okkur og vorum að miða áferðina við ljómandi fínt hindberjavinegrette sem fæst í ostabúðinni.

Í fyrra skiptið settum við smá hvítvín og sódavatn út í (til að fá kampavínselementið.... maður reddar sér þegar ekki er til kampavínið...)

Í seinna skiptið var ekki hvítvín þannig að út í fór bjór og sódavatn.

Í bæði skiptin heppnaðist þetta mjög vel, þannig að ég get sagt ykkur það að bæði hvítvín og bjór svínvirkar.

Og svo settum við smá mjólk til að fá fallegan ljósbleikan lit á sósuna.

Ég er ekki með nákvæmt mál í þessari uppskrift, en er með viðmiðunarhugmynd. Þetta er frekar til að gefa ykkur hugmynd um innihald, og það er ekki svo nojið hvað fer mikið af hverju, málið er að smakka þetta til þar til maður er sáttur, og fær jafnvægi á balsamik og sætuna.

hindberjavinegrette

Hindberjavinegrette

  • Hindber, frosin eða fersk (2 dl)
  • Balsamic edik (3-4 msk)
  • Sódavatn (1/2 dl)
  • Hvítvín eða bjór (1/2 dl)
  • Salt (2 tsk)
  • Sýróp (2-3 msk eða jafnvel aðeins meira)
  • Mjólk (innan við 1/2 dl)

Setjið allt ofan talið í blender og maukið.  Bætið við því sem upp á vantar með því að smakka þetta til.

brokkólífræ

Micro greens - DAGUR 5 & 6

Þá eru spírurnar og fræin tilbúin. 

spírur

Tæmið flöskuna af spírunum. Fjarlægið hýðið af fræjunum. Spírur má geyma í poka inn í ísskáp.

brokkólífræ

Klippið brokkólífræin og geymið í ísskáp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband