Túnfisk tataki, Cava og Beaujolais

Þriðji rétturinn í matarboðinu var Túnfisk tataki. Með því bar ég fram Cava og Beaujoulais. Bæði vínin voru að dansa með soya sósunni.

 cava

Cava er dásamlegt með sushi, ég mæli með að þið fáið ykkur Cava næst þegar þið fáið ykkur sushi. Ef þið eldið sushi heima prófið að bera fram með því Cava og Beaujolais, skemmtileg tilbreyting og skemmtun fyrir bragðlaukana.

túnfisk tataki 

Túnfisk tataki

 

  • Ferskur túnfiskur
  • Sesame fræ, svört og ljós
  • Salt
  • Pipar

 

Hitið þurra viðloðunarfría pönnu. Saltið og piprið fiskinn. Lokið fiskinum á öllum hliðum með því að steikja hann í 10 - 20 sekúndur á hverri hlið.

Skellið því svo í skál í hálfa mínútu sem hefur verið fyllt með ísköldu vatni og kannski nokkrum klökum.

Þerrið fiskinn, makið á hann sesame fræjunum og setjið í álpappír. Það mætti salta og pipra kjötið aftur á þessu stigi ef þið viljið áður en þið pakkið því inn í álpappír.

Geymið í kæli eða frysti í nokkra klukkutíma. Skerið í þunnar sneiðar. Berið fram með soya, fersku engifer, vorlauk og wasabi.  Í soyasósuna setti ég svo eina radísuspíru, for presentation...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband