5 réttir - 5 vín endaði á að vera 5 réttir - 11 vín

Já, þá er matarboðinu lokið.  Þetta var svona "food and wine pairing" matarboð. Það heppnaðist mjög vel, maturinn var góður, einfaldur og engir stælar og passaði skemmtilega með vínunum. Gestir sátu og átu frá 15.00 - 19.00.  

Það er fátt skemmtilegra en að njóta góðra vína og matar í góðum vinahóp að degi til.  Ég mæli eindregið með því að þið prófið að bjóða gestum í mat svona snemma að deginum til.  Og svo er hægt að fara snemma í háttinn og vakna ferskur á sunnudagsmorgni.

Til borðs sátum við gestgjafar og 6 gestir.  Og eins og mér finnst svo gaman þá var setið við borðið allan tímann og borðað og drukkið í 4 tíma og vínin rædd og hvernig hann dansaði með matnum, ásamt öðrum stórskemmtilegum samræðum sem urðu bara skemmtilegri eftir því sem leið á daginn. Þegar formlegum matseðli lauk var setið í aðra góða 4 tíma.  

matarboð 

Gestirnir komu úr sitthvorri áttinni og þekktust lítið sem ekkert en náðu vel saman og skapaðist frábær stemmning.

 

5 réttir og 11 vín - einhverjar krónur og nokkrir aurar

Félagsskapurinn og stemmningin - PRICELESS

 

Og svona hljóðaði vínlistinn og matseðillinn:

brandade 

Brandade (saltfiskur) með rauðbeðusósu og brokkólíspíru

Marques de Riscal, Verdejo, Spánn 2009

Domain de granges de Mirabel, Viognier, Frakkland 2009

 nauta tataki

Nauta tataki með rótsterkri hvítlaukssósu

Peter Lehmann of the Barossa, Shiraz, Ástralía 2008

Cono sur, Pinot Noir, Chile 2009

túnfisk tataki 

Túnfisk tataki með svörtum sesamfræjum, soya, wasabi og radísuspíru

Castillo Perelada, Brut Reserva, Cava, Spánn  

Georges Dubæuf, Beaujolais, Frakkland, 2009

 kjötbollur

Kjötbollur með hægelduðum tómötum

Brunelli di Montalcino, Baroncini, Il Bosso, Ítalía 2005

 manchego

prima donna 

Manchego með valhnetukjörnum og agave sýrópi og Prima Donna

Lan, Crianza, Spánn 2006

 

Að lokum var setið og sumblað á:

Ibericos, Crianza, Spánn 2008

Silver Sage, The Flame, Ísvín frá Okanagan, Canada 2004 

Og svo síðast en alls ekki síst

Faustino I, Gran reserva, Spánn 1999.

Með þessu öllu fóru svo 10 lítrar af sódavatni!   

 

Ég hef nýlega gefið ykkur uppskrift af Brandade, en hér kemur hún eins og gerði hana í gær.

brandade 

Brandade með rauðbeðusósu og brokkólíspíru (fyrsti rétturinn)

 

  • 800 g saltfiskur
  • U.þ.b 2 dl rjómi 
  • 2-3 hvítlauksrif
  • Tellicherry pipar (svartur pipar)
  • 1 dl ólífuolía 

 

Sjóðið saltfiskinn. Roðflettið og sjáið til þess að hann sé beinalaus.  Setjið olíu á miðlungs heita pönnu ásamt fiskinum og maukið hann niður.  Bætið við pressuðum hvítlauk og rjóma og hrærið vel saman.  Piprið eftir smekk.  Ég notaði tellicherry pipar frá Jamie Oliver sem er mjög bragðmikill og bragðgóður.  Maukið fiskinn í flauelsmjúkt paste í matvinnsluvél.

Setjið í glas eða á disk og skreytið með ofurlítilli doppu af rauðbeðusósu og brokkolíspíru. 

Rauðbeðusósa

 

  • 1 rauðbeða
  • 3 msk sýrður rjómi
  • slatti af salti (2-3 tsk)
  • 1-2 tsk safi úr lime

 

Öllu hrært saman

 riscal

Berið réttinn fram með t.d Marques de Riscal. Það vín var að dansa með matnum.  "Eins og rétturinn og vínið séu góð systkin" orðaði einn gesturinn það í gær.

Mirabel 

Domain de granges de Mirabel, Viognier var aðeins of þurrt og kryddað.  Spes vín en ekki að gera sig með saltfisknum.  Væri gaman að prófa það með öðruvísi mat. 

 matarboð

Og þarna er ég í hægra horninu spræk eftir vel heppnaða veislu. 

Svo koma fleiri uppskriftir í vikunni. 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband