200 g nautainnralæri, 3 réttir = vá snilld, sjúklega gott...

Fullt hús fyrir síðasta réttinn.  Þó voru fyrstu tveir afbragðsgóðir. Ég gerði quesadillas fusion, chile con carne meets quesadillas.

Við semsagt höfðum Foodwaves í kvöld.  Ég fór í búð og verslaði 200 g af nauta innralæri, mangó, sesamfræ og vorlauk.  Og svo var notast við það sem til var.

Fyrsti rétturinn var naut í asískum búningi, kærastinn var næstur og gerði naut í ítölskum búningi með spænsku ívafi og að lokum kom ég með quesadilla.

Ég ætla að byrja á að segja ykkur frá þeim rétti.  Allir réttirnir sem við eldum eru smáréttir og því er magnið smátt, matskeið hér, teskeið þar.

quesadillas

Chile con carne meets  quesadillas (smáréttur fyrir 2)

  • Maískólfur, soðinn, 1/2 stk
  • Svartar baunir í dós, 2-3 msk
  • Mangó, ferskur, 4 msk
  • Rauðlaukur, smátt skorinn, 2-3 msk
  • Þurrkaður chile, 1/2 tsk, eða eftir styrkleika hans
  • 1 hvítlauksrif
  • Salt og pipar

 

Allt steikt á pönnu í smáolíu. Skiljið smá eftir af maískólfinum sem þið skerið af og skreytið með (sjá mynd)

---

  • Brauðostur, gouda 17 % , rifinn, ca 4-6 msk
  • Sýrður rjómi, 1-2 msk
  • 1-2 sneiðar niðursoðinn jalapeno
  • Salt
  • Tortilla  kaka, skorin í 8 parta 

Öllu hrært saman og smurt á 4 parta af tortilla kökunni

 ---

  • Nautakjöt, innra læri, 50 g
  • Vorlaukur, smátt skorinn

 

Steikið kjötið upp úr olíu eða smjöri, setjið í skál og dreifið vorlauk yfir og smá salti. 

quesadillas

Setjið grænmetis-mangó blöndu á hina 4 parta af tortilla köku, dreifið kjöti og vorlauk yfir og smá osti.  Setjið í ofn ásamt rest af maískólfi og tortillakökunum með ostablöndunni þar til ostur bráðnar.

quesadillas

Dreifið svo ferskum smátt skornum vorlauk yfir allt áður en þið berið réttinn fram.

 

Með þessum rétti var borið fram Montana frá Nýja Sjálandi.  Virkilega ferskt og gott vín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband