Rauðvín og humar eða þrif og brauðsneið?

Þá fann ég loksins "gott" tilefni til að drekka fínu rauðvínsflöskuna mína.  Ég var búin að þrífa í rúmar 20 mínútur þegar klukkan var að ganga 21.00 og ég var orðin svöng.

Þannig að í staðin fyrir að fá mér brauðsneið og halda svo áfram að þrífa, þá opnaði ég rauðvín og eldaði humar með hvítlaukssósu.

Draslið og skíturinn fór ekkert (bættist bara við hann með uppvaski og tilheyrandi eldamennskusóðaskap) en humarinn og rauðvínið hurfu, sælla minninga. 

Vínið sem um ræðir er portúgalskt, 2003, Portal Grande Reserva.

Þetta var ótrúlega gott vín, alveg hverrar krónu virði.   Passaði meir að segja ágætlega með humrinum.  En ég myndi samt ekki sérstaklega ráðleggja fólki að drekka þetta vín með humri.  Næst mun ég hafa baguette, góða ólífuolíu, manchego og einhverja góða pulsu.

Ég er búin að bíða eftir tækifæri til að opna þessa flösku, og var einnig með væntingar.  Ég er því ánægð að hún stóðst væntingar..

Ég smakkaði einnig eitt glas af Santa Cristina frá Ítalíu eftir að við kláruðum Potrúgalann.  Afsökunin er sú að mig langaði að sjá hvernig ódýrara vín plummaði sig við hliðina á svona kraftmeira víni og ég verð að segja að það var flott!  Þannig að ég ætla að kaupa mér Santa Cristina fyrir helgina.

Humar er skemmtilegur réttur í tapasveislu.  Hér er uppskrift af einum með mangó og sweet chili sósu.  Mangó fer með vel með humri.

humar

Humar með mangó og sweet chilisósu

  • Humar
  • Brauðrasp 
  • Sweet chili sósa
  • Mangó

Setjið humar í eldfast mót eða á bökunarplötu.  Dreifið yfir hann brauðraspi, helst heimagert og blanda t.d við  það hnetum eða e-ju góðgæti) og bakið í ofn á um 200°c þar til hann er eldaður (kannski 8 - 10 mínútur, fer eftir stærð humars)

Dreypið yfir smá sweet chili sósu og fremur smátt skornum ferskum mangó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband