Kartöflur, og nóg af þeim!

Hvaða rugl er það að vera að taka upp kartöflur um miðjan október í blíðskaparveðri og blankalogni, og með blíðskaparveðri þá er ég að tala um á stuttermabolnum í glaða sól.

kartöflubóndi

Uppskeran var góð.  Gullauga, Rauðar og Premium.   Mikið af stórum, en lítið af smælki, því er ég fegin að hafa hent niður restinni af útsæðinu í forláta hól sem er út í garði frekar en að henda því, því þar kom upp fullt af smælki en engir hlunkar.

Kartöflukökur eru næsta mál á dagskrá. Þegar nóg er til af kartöflum þá er um að gera að prófa ólíkar uppskriftir.  Þegar kemur að kartöfluuppskriftum þá er sko af nógu að taka.

Og ég mæli sérlega með að nota kartöflur í indverska grænmetisrétti, sbr þessum hér sem ég gerði um daginn.

En hér er uppskrift af kartöflukökum, og endilega verið dugleg að leika ykkur með krydd, hvort sem er fersk eða þurrkuð.  

 kartöflur

Kartöflukökur

  • 500 g kartöflur
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 1/2 vorlaukur
  • Salt
  • Pipar
  • Fersk kóriander
  • 1 tsk turmerik
  • Ferskur chile

 

Sjóðið kartöflur og hvítlauk saman í potti.  Afhýðið svo kartöflurnar og laukinn og stappið saman.  Hrærið saman kóríander, kryddi og smátt skornum chile (munið að smakka styrkleikann á honum til að vita hversu mikið af honum þið viljið nota) .

Mótið í kökur (klatta) og steikið upp úr olíu á pönnu á báðum hliðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband