Naanbrauð nýtt á nýjan hátt

Það er ekkert smá flott hvað fólk sem kemur til okkar í foodwaves er duglegt að elda og  frumlegt í eldamennsku, það þorir að prófa allskonar skemmtilegar samsetningar. 
 
Eins og þið kannski vitið þá á ekki að styðjast við uppskriftir og fólk má gramsa í öllum skápum og nota hvaða hráefni sem það finnur. 
 
Því er fólk að koma inn í eldhús án þess að hafa glóru um hvaða hráefni er til sem það getur eldað úr.
 
Og nú held ég áfram að segja ykkur frá réttunum sem voru framreiddir föstudagskvöldið forðum. Sú sem var næst í eldhúsið að malla brást ekki bogalistin og eldaði hún dýrindis rétt.
 
Punjabi with twists (fyrir 2 sem aðalréttur)

  • 2 Naan brauð
  • 2 Dvergrauðlaukur
  • Ca 1/3 krukka Feta ostur
  • 1/2 Grænt epli
  • 2-3 msk Mangó - jalapeno glaze
  • Hamborgarakrydd
  • Svartur pipar

Laukur og epli steikt upp úr mangó glaze, kryddað með svörtum pipar og hamborgarakryddi. Það er sett á naan brauð ásamt fetaosti.  Hitað í ofni við 200° c í ca 5 mínútur.
 
naan



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband