Bananamuffins, upplagt með sunnudagskaffinu

Í hvert skipti sem ég baka muffins byrja ég á að eyða tíma í að finna uppskrift og svo hefur það komið fyrir að ég lendi á ekki nógu góðri uppskrift.  Þess vegna ætla ég að henda inn hér uppskrift sem ég var að baka og smakkast mjög vel.

Ég vil benda á að muffinsið í Matarást (ein af mínum uppáhalds bókmenntum) er eitthvað undarleg, amk er sykurmagnið í lægri kantinum svo að mér fannst þær óætar.

muffins

 Bananamuffins (ca 12-14 stk)

  • 5 dl hveiti
  • 2.5 dl sykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 1.25 dl olía
  • 1.25 dl mjólk
  • 2 egg
  • 2 litlir bananar 

Svo má skipta út bönunum fyrir eitthvað annað gott, t.d bláber sem er uppáhalds hjá mér.

Blandið saman þurrefnum í eina skál og vökva (mjólk, olía og egg) í aðra, þ.e allt nema banana.  Þeytið saman vökvann og bætið honum út í þurrefnin.  Stappið  banana og hrærið saman við með sleif.

Setjið í mót eða muffinsform og bakið í ca 30 mín við 180° C. 

 muffins

 

 


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband