Kjúklingaleggir með anís og austurlensku ívafi

Ég bjó til mjög góða kjúklingaleggi í hádeginu í dag með nýju sniði.  Tilbreytingin fólst í þurrkuðum anís. Þeir voru svo góðir að ég bjó þá aftur til í kvöldmat handa manninum.

anis

Þessi réttur kom verulega á óvart og það var TERA gott að rífa kjúklinginn af beinunum og fylla kínverskar pönnukökur með  kjúklingnum, agúrku, fínt skorinni púrru eða vorlauk og hrísgrjónum....og extra soði af kjúklingnum, svona í anda "Crispy aromatic duck"

 

Kjúklingaleggir með anís og austurlensku ívafi

  • 1 pakki kjúklingaleggir
  • 4 dl vatn eða nóg til að hylja kjúklinginn.
  • ca 6 anís stjörnur
  • 6 msk púðursykur
  • 1 msk balsamik edik (dökkt eða ljóst)
  • 5 msk rifin engiferrót
  • 2-3 hvítlauksrif
  • Salt og pipar

 

Setjið allt nema leggi í pott, komið upp suðu.  Bætið kjúklingaleggjum út í og setjið lok á pott. Mallið í 40 - 60 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður.  Hrærið í og snúið við leggjunum  af og til.

kjúklingur

Sósan er svo góða að ég mæli með að gera nóg til að drekkja hrísgrjónunum í. Ef þið viljið þykkja hana með hveiti eða jafnara  þá gæti það örugglega virkað vel.

Ég henti í nokkrar kínverskar pönnukökur, hveiti og sjóðandi vatn hrært saman.  Þetta er svo rúllað út eftir kúnstarinnar reglum og hitað á pönnu.  Mæli með að þið skoðið myndbönd á youtube hvernig þetta er gert.  Þetta er ekki flókið.  En það má líka eflaust kaupa svona pönnukökur tilbúnar.

kínverskar pönnukökur

 www.soffia.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband