Grænmetisréttur með marokkóskum áhrifum

 Það er rosalega gott Gyros kryddið í Tiger. Mæli með því.

Ég t.d sker kjúklingabringu í bita og krydda með Gyros kryddinu þegar ég bý til pítu.

Ég hef ekki prófað önnur krydd frá Tiger en miðað við þetta þá er vert að prófa önnur. Ég notaði þetta krydd í þennan rétt og hann bragðaðist mjög vel.  

Ég hef áður gert svipaðann rétt.  En þetta er einmitt réttur sem hægt er að leika sér með, nota það sem til er af grænmeti.

Grænmetispottréttur (fyrir ca 3)

  • 1 msk smjör
  • 1 msk ólífuolía
  • 1 laukur
  • nokkur rif hvítlaukur
  • Fersk engifer
  • 1 tsk cumin
  • 3 tsk Gyros krydd frá Tiger
  • Salt og pipar
  • Soðnar kartöflur, ca 4 stk
  •  Hálfur kúrbítur
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 2 dl kjúklingasoð
  • 2 msk rúsínur

Steikið lauk, hvítlauk og kúrbít í smjöri og olíu.  Bætið við kartöflum, og öllu öðru í pottinn og látið malla í hálftíma eða svo.  Ég var með soðnar kartöflur, líka hægt að nota ósoðnar og skera þær í teninga.

 

Með þessu hafði ég kuskus.

 

Soffía Gísladóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband